Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2008

Ađ mennta sig frá kennslu

Menntun er mjög mikilvćg.....ég yrđi seinasta manneskjan í heiminu til ađ mótmćla ţví - en ég hef samt veriđ ađ spá í ţví undanfariđ hvort hún sé alltaf  samfélagslega bćtandi.

Til ađ skýra ţessar sérkennilegu vangaveltur mínar langar mig til ađ segja ykkur frá vinkonu minni einni sem er, vel ađ merkja sérlega flinkur og frábćr yngri barna kennari. Undanfarin ár hefur hún ţó veriđ ađ bćta viđ sig stjórnunarmenntun međfram vinnu og barnauppeldi. Um daginn sagđi hún mér ađ sér hefđi veriđ bođin stjórnunarstađa í skólanum sem hún er ađ vinna í og í stađ ţess ađ hugsa - "Frábćrt ! - gott fyrir ţig", ţá stóđ ég mig ađ ţví ađ hugsa : "Ć, enn einn frábćri kennarinn sem hverfur úr kennslu." Ţessi vinkona mín er ekkert einsdćmi - skólar landsins eru fullir af stjórnendum sem einu sinni voru frábćrir kennarar.

Kannski er ég bara ein um ţessar áhyggjur af ţví hve stjórnunarbatterí allra stofnana samfélagsins er orđiđ viđamikiđ og dýrt.  Mér finnst viđ nefnilega vera komin međ fjölmarga stjóra og stýrur sem stýra og stjórna öđrum stjórum og stýrum sem síđan stýra og stjórna öđrum. Einhversstađar í öllu ţessu stjórnunarferli týnist svo ábyrgđin á verkinu sjálfu og ţeir sem síđan inna af hendi hina raunverulegu vinnu fá minnst fyrir sinn snúđ. Stjórar fá auđvitađ betur borgađ en ađrir  og ţví vilja allir vera stjórar - skiljanlega. Mín skođun er sú ađ kennarar séu í lykilstöđu í skólanum og eiga ađ fá vel borgađ fyrir ţá vinnu. Ţá fyrst gćtum viđ stoppađ ţetta flćđi úr kennslustofunni.

Skólastarf stendur og fellur međ kennurunum og ţví er mikilvćgt fyrir okkur sem menntađa ţjóđ ađ halda í alla okkar fćrustu kennara ţar sem ţeir gera mest gagn - í kennslu. Ţegar kennaranám verđur orđiđ 5 ára háskólanám, gćti stađan orđiđ sú ađ engir kennarar fáist inn í skólana til ađ kenna, ţar sem menntun viđkomandi og kröfur um laun vegna hennar verđa međ ţeim hćtti ađ ţeir telja ţađ ekki ómaksins vert ađ vinna inn á gólfi međ nemendum. 


Höfundur

Anna Þóra Jónsdóttir
Anna Þóra Jónsdóttir
Kattelsk kennslukvinna úr Greifavoginum.
Jan. 2018
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband