Leita í fréttum mbl.is

.....og átu hana til æviloga....

Nei, ég er ekki að tala um skuld íslensku þjóðarinnar, heldur er ég að vitna í lok ritsmíðar eins nemanda míns á 4. bekkjar samræmda prófinu í morgun. Mér fannst þetta svo krúttlegt. Sagan var um litla mús sem krakkar fundu og björguðu en "átu hana svo til æviloga"Smile  

Talandi um skemmtilegar stafsetningarvillur. Dóttlan mín gaf okkur í jólagjöf fyrir fjölmörgum árum fallega kristilega bók þar sem hún hafði skrifað þakkir sínar til guðs. Um kvöldið settumst við niður og hófum að lesa upp úr henni, enda við hæfi svona á aðfangadagskveldi. Erfitt áttum við þó með að halda andlitinu þegar fagurlega rituð setningin: ,,Góði Guð - þakka þér fyrir að hafa gefið mér svona góða fjölSKITU" - blasti við.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris Mjöll  Valdimarsdóttir

Mikið er nú gott að vera ein af fjölskitunni ha ha ha...yndisleg þessi börn.

Knús til ykkar allra að austan

Íris Mjöll Valdimarsdóttir, 24.10.2008 kl. 12:29

2 identicon

Alger snilld! Skilaðu kveðjum í skólann

Álfheiður (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Þóra Jónsdóttir
Anna Þóra Jónsdóttir
Kattelsk kennslukvinna úr Greifavoginum.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband