Leita í fréttum mbl.is

Að mennta sig frá kennslu

Menntun er mjög mikilvæg.....ég yrði seinasta manneskjan í heiminu til að mótmæla því - en ég hef samt verið að spá í því undanfarið hvort hún sé alltaf  samfélagslega bætandi.

Til að skýra þessar sérkennilegu vangaveltur mínar langar mig til að segja ykkur frá vinkonu minni einni sem er, vel að merkja sérlega flinkur og frábær yngri barna kennari. Undanfarin ár hefur hún þó verið að bæta við sig stjórnunarmenntun meðfram vinnu og barnauppeldi. Um daginn sagði hún mér að sér hefði verið boðin stjórnunarstaða í skólanum sem hún er að vinna í og í stað þess að hugsa - "Frábært ! - gott fyrir þig", þá stóð ég mig að því að hugsa : "Æ, enn einn frábæri kennarinn sem hverfur úr kennslu." Þessi vinkona mín er ekkert einsdæmi - skólar landsins eru fullir af stjórnendum sem einu sinni voru frábærir kennarar.

Kannski er ég bara ein um þessar áhyggjur af því hve stjórnunarbatterí allra stofnana samfélagsins er orðið viðamikið og dýrt.  Mér finnst við nefnilega vera komin með fjölmarga stjóra og stýrur sem stýra og stjórna öðrum stjórum og stýrum sem síðan stýra og stjórna öðrum. Einhversstaðar í öllu þessu stjórnunarferli týnist svo ábyrgðin á verkinu sjálfu og þeir sem síðan inna af hendi hina raunverulegu vinnu fá minnst fyrir sinn snúð. Stjórar fá auðvitað betur borgað en aðrir  og því vilja allir vera stjórar - skiljanlega. Mín skoðun er sú að kennarar séu í lykilstöðu í skólanum og eiga að fá vel borgað fyrir þá vinnu. Þá fyrst gætum við stoppað þetta flæði úr kennslustofunni.

Skólastarf stendur og fellur með kennurunum og því er mikilvægt fyrir okkur sem menntaða þjóð að halda í alla okkar færustu kennara þar sem þeir gera mest gagn - í kennslu. Þegar kennaranám verður orðið 5 ára háskólanám, gæti staðan orðið sú að engir kennarar fáist inn í skólana til að kenna, þar sem menntun viðkomandi og kröfur um laun vegna hennar verða með þeim hætti að þeir telja það ekki ómaksins vert að vinna inn á gólfi með nemendum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þú ert ekki ein um að hafa áhyggjur af þessu stjórnunarbatteríi. Þetta gengur finnst mér út á stanslausa endurmenntun mjög dýrmæta sem mikill tími fer í oftast með vinnu og oft fullri vinnu. Spurningin er, borgar þetta sig?

Ég er ekki viss um það - en það væri gaman að heyra frá öðrum.

Edda Agnarsdóttir, 19.4.2008 kl. 22:49

2 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Gott að heyra að ég er ekki ein að væflast með þessar áhyggjur.  Takk fyrir að kommenta á síðuna mína Edda.

Anna Þóra Jónsdóttir, 19.4.2008 kl. 23:24

3 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Þessu hef ég oft velt fyrir mér og mín staða er þessi í dag.  Næsta ár þá tek ég að mér deildarstjórastöðu og eru það nokkrar ástæður fyrir því.  Mér var boðin þessi staða , hef möguleika á launahækkun og langaði að hafa meiri áhrif, hvort það reynist þetta með launin og áhrifin kemur í ljós.  Þetta er staða í eitt ár og ég velti því fyrir mér hvert framhaldið verður, því ég er ekki tilbúin að segja skilið við kennsluna.  Skólastarfið eins og þú segir réttilega stendur nefnilega ekki og fellur með mér í þessu stjórastarfi en það gerir það  niður á gólfi.  Með auknum kröfum um nám og meiri ásókn kennara í mastersnám eru færri og færri sem endast.  Af því hef ég áhyggjur af.  Af hverju ekki að mennta sig meira til að verða betri í því sem þú ert að gera? Kennarar fara gjarnan í endurmenntun til að eiga fleiri möguleika á einhverju öðru en kennslu.  Líftími kennarans er að styttast, vegna lélegra launa, minnkandi virðingu og erfiðari aðstæðna.

Rósa Harðardóttir, 20.4.2008 kl. 17:33

4 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Þetta er laukrétt hjá þér - enda virðast flestir þeir kennarar sem fara masternám hverfa til annarra starfa en kennslu að því loknu.  Erum við þá ekki farin að skjóta okkur í fótinn í öllu viðbótamenntunarbröltinu?

Anna Þóra Jónsdóttir, 20.4.2008 kl. 17:44

5 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Það er ekki laust við það. En hvað er í boði ef við viljum mennta okkur á annan hátt en að fara í "master"? Hvað með eitthvað "praktískt". Söng og leiklist, hekl og brids, það er nú ekki hátt skrifað er það.

Rósa Harðardóttir, 20.4.2008 kl. 18:17

6 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Kannski ættum við bara að breyta því sem er hátt skrifað. Sköpun er mannbætandi, listir eru lífsbætandi, hekl er fatabætandi og brids er heilabætandi - hví skyldu þessar merku greinar ekki vera hærra skrifaðar? Það er svo margt sem hægt er að læra og maður er auðvitað að læra alla ævi - vonandi.

Ef maður er master í kennslu - ætti maður þá ekki að kenna betur en aðrir kennarar? Hvers vegna lætur þetta fólk ekki reyna á menntunina almennilega.

Anna Þóra Jónsdóttir, 20.4.2008 kl. 19:51

7 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Ég er master eftir öll þessi ár.

Rósa Harðardóttir, 20.4.2008 kl. 20:16

8 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Þú ert náttúrulega alvöru master með alvöru menntun (kennslu) í farteskinu.  Mættu vera fleiri eins og þú.

Anna Þóra Jónsdóttir, 20.4.2008 kl. 21:12

9 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Takk fyrir og svo er Kalli Tomm hjá mér kl. 22:30

Rósa Harðardóttir, 20.4.2008 kl. 22:20

10 identicon

Athygli-s-vert blogg.

Davíð Snorri (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Þóra Jónsdóttir
Anna Þóra Jónsdóttir
Kattelsk kennslukvinna úr Greifavoginum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband