6.8.2008 | 11:26
Heimilisofbeldi
Í speglinum á baðinu, ást þín birtist mér.
Í kúlunni á enninu marblettum þar og hér.
Í speglinum á baðinu ást þín blasir við.
Skurður rétt hjá eyranu og nefið tvíbrotið.
Þegar ég renndi í gegnum Fréttablaðið í morgun, hnaut ég um frétt þar sem kona virðist hafa breytt framburði sínum gegn eiginmanni varðandi líkamsárás. Maðurinn hafði fyrst viðurkennt að hafa ,, sparkað í rassgatið á henni og sagt henni að drulla sér út og vel gæti verið að hann hefði danglað í hana líka". Hann breytti síðar framburðinum og það gerði konan líka sem sagðist hafa ,,gengið á hönd mannsins". Áverkar hennar við þessa handgöngu voru eftirfarandi: Hún hlaut blóðgúl undir húð vinstra megin á enni, V-laga skurð á eyrnasnepil, mar undir augabrún og á nefi, gagnauga, handlegg og á hné.
Auðvitað var ekki hægt að sakfella manninn þar sem konan dró ákæruna til baka. En mér finnst það samt umhugsunarvert hvort hún hafi einfaldlega rétt til þess þar sem "sönnunargögn" í málinu styðja upphaflega ákæru til fullnustu. Skýring konunnar á því að allt þetta geti hafa gerst bara við að ,,ganga á hönd mannsins" , finnst mér aftur á móti ekki ganga upp.
Konur sem verða fyrir langvarandi ofbeldi á heimili þróa með sér ákveðna sjálfsmynd sem gerir það að verkum að þær komast með engu móti út úr þessum vítahring af sjálfsdáðum. Mér finnst að löggjafinn og kerfið sem slíkt ætti að koma með markvissari hætti að því að uppræta þessa alltof algengu kúgun. Ofbeldi ætti aldrei að líðast - jafnvel þó annar aðilinn (eða báðir) virðast hafa gefið leyfi til slíks.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Augu almannavarna á mikilvægum innviðum
- Hraun fór yfir Grindavíkurveg
- Él á Norður- og Austurlandi
- Sáu eldgosið brjótast út frá Snæfellsnesi
- Búseta skortir byggingarlóðir
- Gosið gæti varað lengur: Meiri fyrirstaða í gosrásinni
- Erlendir miðlar greina frá tíunda gosinu
- Beint: Eldgos hafið við Stóra-Skógfell
- Verulegar líkur á að hraun renni yfir veginn
- Bein útsending frá gosstöðvunum
- Rafhlaða drónans tæmdist: Þetta leit ekki vel út
- Virknin náð hámarki: Hraun 500 metra frá veginum
- Innan við kílómetra frá Grindavíkurvegi
- Hraun gæti runnið yfir Grindavíkurveg
- Gasdreifingarspá vegna eldgossins
Athugasemdir
Mér finnst bara að löggjafinn ætti að hafa vald til þess að kæra árásarmenn ef fórnarlambið gerir það ekki sjálft. Ég veit að það getur flækt málið ef fórnarlambið vitnar svo árásarmanninum í hag en það þarf að finna einhverjar leiðir til að refsa mönnum sem beita aðra líkamlegu ofbeldi en hafa einnig náð slíku valdi á fórnarlömbum sínum að þau þegja og jafnvel vernda árásarmann sinn.
Þetta þarf að gerast bæði til að geta refsað fyrir og vonandi minnkað heimilisofbeldi sem og t.d. handrukkun þar sem fórnarlömbin eru einmitt oft svo óttaslegin að þau þora ekki að segja frá.
Steini Thorst, 6.8.2008 kl. 11:57
Takk fyrir innlitið Þorsteinn og ég tek heilshugar undir með þér varðandi þetta.
Anna Þóra Jónsdóttir, 6.8.2008 kl. 12:04
Góður pistill og niðurlagið eins og talað út úr mínum munni.
Ljóðið er gullkorn sannleikans.
Edda Agnarsdóttir, 6.8.2008 kl. 12:05
Takk Edda. Þetta er reyndar hluti að söngtexta sem ég samdi fyrir margt löngu þegar "battered women" voru mikið í umræðunni. Didda systir söng lagið inn á plötu og ef ég læri einhvern tímann á tónlistarspilarann....þá get ég kannski sett það inn og leyft þér að heyra.
Anna Þóra Jónsdóttir, 6.8.2008 kl. 12:22
Gengið á hönd, einmitt. Gengist honum á hönd, kannski. Hann virðist allavega hafa hana í hendi sér.
Hvernig skyldi þetta samband þróast? Ætli þau verði samhent?
kop, 7.8.2008 kl. 22:39
Segðu.....
Takk fyrir innlitið Vörður Landamær.
Anna Þóra Jónsdóttir, 8.8.2008 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.