30.7.2008 | 19:51
Saga úr sundlauginni
Á bakinu fyrir framan mig,
máttlaus og lífvana lá.
Horfði á hana fljóta hægt
í áttina að mér - svo smá.
Þegar hún straukst við mig,
færði ég mig frá.
Kona í bleikum sundbol,
kom og settist mér hjá.
Rétti fram höndina
og undir hana brá.
Hent´enni upp á bakka
án þess að líta hana á.
,,Pöddu í potti heitum, vil ég ekki sjá!"
- sagði hún þá.
Fór í sund í dag - tvisvar. Er alveg soðin eftir daginn. Samt ekki eins og þetta flugugrey sem ég rakst á í pottinum í dag.
Er svo búin að vera að reyna að laga til hér á síðunni minni. Stillingin mín og uppsetning fór veg allar veraldar í biluninni hér um daginn , en ég hélt ró minni og stilllingu og nú hef ég sumsé ákveðið að hafa þetta svona á næstunni.
Athugasemdir
Snilldarvísa (ljóð?).
Takk fyrir bónorðið
Jóna Á. Gísladóttir, 31.7.2008 kl. 19:31
Takk fyrir að taka því.
...hef verið að stelast til að lesa þitt ótrúlega frábæra blogg og fannst næstum því þú vera orðin vinkona mín ....svo ég ákvað bara að spyrja.
Anna Þóra Jónsdóttir, 31.7.2008 kl. 21:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.