5.3.2008 | 18:53
Á "óléttu" nótunum
Heyrði þessa skemmtilegu sögu frá vinkonu minni sem kennir í sama skóla og ég. Nemendur höfðu farið til hjúkrunarkonunnar í hina árlegu hæðar, þyngdar og sjónmælingu. Einn úr sjöunda bekk var með þetta allt á tæru þegar hann var spurður út í það hvað þau hefðu verið að gera hjá hjúkkunni. "Við vorum í svona Þungunarprófi", var hið greinagóða og lýsandi svar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.