Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

......fine tuning

Vertu stilltur….
-sagði hún
og hegðaðu þér
almennilega.

Hvernig gat hann
verið stilltur.
Hann sem hafði
aldrei
verið stilltur
-almennilega.
 

 

Orti þetta litla ljóð einu sinni á áhugaverðu endurmenntunarnámskeiði sem ég sat. Maður hefur alltaf gott af því að setja sig í spor nemenda sinna og reyna að sjá hlutina frá þeirra sjónarhorni. 

Rithöfundinn Victor Hugo sagði eitt sinn; He who opens a school door, closes a prison.  Ábyrgð skólanna á menntun og þroska ungmennanna er því  mikil.  Forsenda þess að skólar geti axlað þessa miklu ábyrgð er að til þeirra veljist hæft hugsjónafólk sem viti hvað þarf að gera og geri það sem þarf. Forsenda þess að þetta hæfa fólk veljist í þetta miklvægasta starf þjóðarinnar er að því sé boðin vinnuaðstaða og kjör sem hæfa þeirri ábyrgð sem það ber. Forsenda þess að vinnuaðstaða og kjör séu viðunandi er að þjóðin axli ábyrgðina með skólunum og allir taki höndum saman um að byggja upp virðingarvert og verðmætt menntasamfélag þar sem allir hafa tækifæri til að njóta sín, bæði nemendur og starfsfólk. Kannski er þetta þegar öllu er á botninn hvolft -bara smá stillingaratriði....-eða eins og þeir segja í bransanum " fine tuning".

Rakst á þetta “spakmæli” um daginn og finnst það eiga vel við.  Good teachers are costly, but bad teachers cost more.  ~Bob Talbert

 

 

Skoskur leigumorðingi?

Í
skúmaskoti hugans
þar sem hafmeyja
hugsana minna
syndir
áhyggjulaus
liggur
veiðimaður efans
vopnaður
skoti
í myrkri.

 

.. lítið ljóð á ljúfum laugardagsmorgni, þegar allt virðist einhvernveginn svo rólegt.......


Höfundur

Anna Þóra Jónsdóttir
Anna Þóra Jónsdóttir
Kattelsk kennslukvinna úr Greifavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband