21.7.2008 | 22:26
Án ábyrgðar
Skrýtið....
hvernig
ábyrgð annarra
á okkur
virðist
alltaf meiri
en
ábyrgð okkar
á öðrum.
hvernig
ábyrgð annarra
á okkur
virðist
alltaf meiri
en
ábyrgð okkar
á öðrum.
Hef oft velt þessu fyrir mér og spurt sjálfa mig Sókratískra spurninga á borð við:
,, Hver ber ábyrgð á fólki sem kann ekki fótum sínum forráð fjármálum, fellur í áfengis eða vímuefnafenið, lendir upp á kant við kerfið, flosnar upp úr skóla, heldur ekki vinnu og leiðist út á glæpabrautina?
,, Samfélagið auðvitað, svara ég sjálfri mér.
,,Hvernig ber samfélagið ábyrgðina?
,, Nú með því að sjá um fræðslu og stuðning fyrir þegna sína og veita þeim viðeigandi meðferð , þegar það á við.
,,Hverjir gera það?
,,Nú, ýmsir sérmenntaðir fagmenn s.s. kennarar, heilbrigðisstarfsmenn, félagsráðgjafar og svo auðvitað almenningur.
,Þú meinar þá einhverjir eins og ég og þú?,
,,Já,
,,Hver ber þá ábyrgð á okkur?
,,Enginn, við berum hana sjálf.
,,Þannig að það eru bara sumir sem bera ábyrgð bæði á sjálfum sér og öðrum og sumir sem bera enga ábyrgð hvorki á sjálfum sér né öðrum.
,,Ehmm, já líklega
,, og virkar þetta ?
Athugasemdir
Við hin berum ábyrgð á ykkur. En bera ekki allir ábyrgð á sjálfum sér, sumum tekst það bara ekki og þá er komið að okkur hinum. Við eða á ég að segja þeir sem standa sig þeir standa sig. Æi ég reyndi alla vega.
Rósa Harðardóttir, 21.7.2008 kl. 23:09
Frábær analýsa Rósa...þú ert alveg að standa þig í þessu
- heppin þú að bera ekki ábyrgð á ruglinu í mér.....eða gerir þú það kannski?
Anna Þóra Jónsdóttir, 21.7.2008 kl. 23:17
Þessi er ansi heimspekileg en skemmtilega góð, þetta er góð upprifjun á kjarnanum.
Edda Agnarsdóttir, 22.7.2008 kl. 15:24
,,Þannig að það eru bara sumir sem bera ábyrgð bæði á sjálfum sér og öðrum og sumir sem bera enga ábyrgð – hvorki á sjálfum sér né öðrum.”
Aarghh.. svolítið mikið sammála þessu
Jóna Á. Gísladóttir, 31.7.2008 kl. 19:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.