28.6.2008 | 19:00
Fluga, fluga, hugarfluga
Lá grafkyrr
þóttist sofa.
Þú
suðandi
sveimandi
settist á eyra
mitt.
Sló
eldsnöggt
yfir eyrað
og fann
að þú slengdist
inn.
Síðan hafa
hugsanir mínar
flogið
stefnulaust
á vængjum þínum.
Þær eru mættar, svartar og suðandi, sveimandi frekjulega í kringum mann og tiplandi ögrandi á matvælum og mönnum. Eins og mér finnst sumarið yndislegt það er ég engin flugnavinur. Finnst kóngulærnar miklu bærilegri og kurteisari dýr.
Athugasemdir
Ég er sammála þér og ljóðið þitt er snilld! Takk.
Edda Agnarsdóttir, 29.6.2008 kl. 13:54
Takk fyrir að vera sammála mér - og líka fyrir hrósið
Anna Þóra Jónsdóttir, 29.6.2008 kl. 22:58
Geitungarnir hafa verið lítt áberandi í sumar en eiga eflaust eftir að koma. Ég er sammála Eddu ljóðið er flott. Ég vissi ekki að þú værir ljóðskáldið í fjölskyldunni.
Rósa Harðardóttir, 29.6.2008 kl. 23:38
Það er allt morandi í andans fólki í minni familíu .
Ég er annars bara týpískt íslenskt skúffuskáld. Á alveg helling af ljóðum og kvæðum bæði í bundnu og óbundnu máli. Er þó aðeins að reyna að koma þessu frá mér hér á netinu.
Anna Þóra Jónsdóttir, 30.6.2008 kl. 10:31
...sorrý af andans fólki á þetta að vera
Anna Þóra Jónsdóttir, 30.6.2008 kl. 10:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.