Leita í fréttum mbl.is

Skot og mark x7

Rosalegir yfirburðir íslenska kvennalandsliðsins fóru ekki fram hjá neinum sem á horfði. Sjö-núll sigur var síst of stór. Nú er það bara leikurinn við Frakka sem er eftir. Með góðum úrslitum gegn þeim er íslenskt fótboltalið á leið á EM í fyrsta sinn....og það yrði ekki leiðinlegt.

Ég fór á leikinn og í dag voru töluvert fleiri áhorfendur á leiknum heldur en á móti Slóvenum. Góð stemming var á pöllunum og almenn ánægja með frammistöðu stelpnanna - enda ekki annað hægt. Mér fannst stelpurnar okkar vera nánast stanslaust í sókn og tölfræðin segir að liðið hafi komið 28 skotum á mark. Gríski markvörðurinn var áberandi besti leikmaður hjá gestunum en þurfti þó að sækja boltann sjö sinnum í netið. Hólmfríður skoraði þrennu í leiknum og Margrét Lára tvennu en annars var allt liðið að spila vel og hvergi veikan hlekk að finna. Hinn ungi landsliðsþjálfari,Sigurður Ragnar hefur náð alveg frábærum árangri með liðið og í raun mjög svo eftirtektarverðum, þar sem þetta er frumraun hans á þjálfaraferlinum. Vel gert hjá stráknum og "stelpunum" hans.

Ísland á EM!


mbl.is „Núna eigum við alla möguleika í heiminum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Já þetta er frábært. Gaman að Fylgjast með Sigga í þessu starfi hann er að gera góða hluti. Þetta hefur góð áhrif á stelpur sem spila fótbolta og styrkir þær í því mótlæti sem enn er til staðar. Ekkert nema bjart framundan.

Rósa Harðardóttir, 27.6.2008 kl. 10:03

2 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Ég ætla meira að segja að koma hér með svolitla lofgjörð um þennan unga mann.

Mér finnst Sigurður ætíð koma fram af virðingu og sanngirni gagnvart leikmönnum og uppsker í staðinn virðingu frá þeim. Hann hefur verið að taka óvenjulegar ákvarðanir s.s. að setja sterka leikmenn út úr liðinu vegna agabrota og verið samkvæmur sjálfum sér i öllu sem hann hefur sagt og gert. Hann virðist vera í góðu sambandi við alla leikmennina sína og það vottar aldrei fyrir hroka eða karlrembu hjá honum. Hann er metnaðargjarn og skipulagður í vinnu og þannig frábær fyrirmynd.

Anna Þóra Jónsdóttir, 27.6.2008 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Þóra Jónsdóttir
Anna Þóra Jónsdóttir
Kattelsk kennslukvinna úr Greifavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband