Leita í fréttum mbl.is

Af hverju vantar enn leikskólakennara?

Var á fundi í dag um samningsmarkmið þau sem KÍ og Launanefnd sveitafélaga eru að vinna að. Kom í ljós að leikskólakennarar eru með 20-30. þús hærri grunnlaun en kennarar. Stefnan er að ná þeim launum og helst meira. Sveitarfélögin eru áhyggufull vegna skorts á kennurum á þessum skólastigum og hærri laun virðast vera sá þáttur sem allir tala um að verði að bæta úr til að fá kennarana til snúa aftur til starfa inn í skólana.

Nú fengu leikskólakennarar umtalsverða hækkun síðast en samt virðist enn vanta menntaða leikskólakennara til starfa. Hvað veldur? Ætti ekki að vera fullmannað á flestum ef ekki öllum leikskólum landsins miðað við þetta? Er það eitthvað tryggt þó laun kennara hækki um 20-40 þús. að þeir flykkist aftur inn í skólana. Ég tala nú ekki um eftir að 5 ára námið verður komið á koppinn. Hef nefnilega áhyggjur af því að fólk sé að mennta sig frá kennslu. Að minnsta kosti hafa allir sem ég þekki sem hafa bætt við sig master-námi horfið í önnur störf að námi loknu. Líklega verður að hækka launin enn meira til þess að eitthvað gerist og þá er það stóra spurningin....Er einhver vilji til þess - þá meina ég alvöru vilji.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Þóra Jónsdóttir
Anna Þóra Jónsdóttir
Kattelsk kennslukvinna úr Greifavoginum.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband