Leita í fréttum mbl.is

Fluga, fluga, hugarfluga

Lá grafkyrr
þóttist sofa.
Þú
suðandi
sveimandi
settist á eyra
mitt.
Sló
eldsnöggt
yfir eyrað
og fann
að þú slengdist
inn.

Síðan hafa
hugsanir mínar
flogið
stefnulaust
á vængjum þínum.

Þær eru mættar, svartar og suðandi, sveimandi frekjulega í kringum mann og tiplandi ögrandi á matvælum og mönnum.  Eins og mér finnst sumarið yndislegt það er ég engin flugnavinur. Finnst kóngulærnar miklu bærilegri og kurteisari dýr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég er sammála þér og ljóðið þitt er snilld! Takk.

Edda Agnarsdóttir, 29.6.2008 kl. 13:54

2 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Takk fyrir að vera sammála mér - og líka fyrir hrósið

Anna Þóra Jónsdóttir, 29.6.2008 kl. 22:58

3 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Geitungarnir hafa verið lítt áberandi í sumar en eiga eflaust eftir að koma. Ég er sammála Eddu ljóðið er flott. Ég vissi ekki að þú værir ljóðskáldið í fjölskyldunni.

Rósa Harðardóttir, 29.6.2008 kl. 23:38

4 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Það er allt morandi í andans fólki í minni familíu .

Ég er annars bara týpískt íslenskt skúffuskáld. Á alveg helling af ljóðum og kvæðum  bæði í bundnu og óbundnu máli. Er þó aðeins að reyna að koma þessu frá mér hér á netinu.

Anna Þóra Jónsdóttir, 30.6.2008 kl. 10:31

5 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

...sorrý af andans fólki á þetta að vera

Anna Þóra Jónsdóttir, 30.6.2008 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Þóra Jónsdóttir
Anna Þóra Jónsdóttir
Kattelsk kennslukvinna úr Greifavoginum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband