Leita í fréttum mbl.is

Í dag er 06 07 08

..og sólin, sem búin var að boða komu sína á veðurstofunni, hefur ákveðið að “beila á” því og skreppa eitthvert annað.

Ég er búin að vera með iðnaðarmann í vinnu undanfarið í viðgerðarvinnu og þegar henni lauk þurfti að taka til og þrífa heil ósköp. Verð að segja að það er ekki mín alsterkasta hlið – þ.e. tiltekt.

Nú er stofan orðin fín og ég ætlaði svo sannalega að nota daginn í sund og sólbað...en maður verður bara að bíða og vona að sólarskömmin sé bara sein - hafi ekki alveg hætt við.                                                                                                                                                                                                                                                                                                       Tiltekt                                                                                              Það er á svona dögum
sem ég hef svo
óskaplega lítið
að segja.

Hendur mínar enn angandi
af salmíaksskotinni sítrónulykt.
Skúringaminningin
sveimandi um í bakinu.
Hálsinn þurr
af uppburstuðu ryki.

Og loðin tungan
fylgist áhugalaus með
hugsunum mínum
í líki
Ajax-stormsveips
reyna að taka sig til.

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga María

Sund skolar rykir og Ajax lyktinni af þér...í sól..og í rigningu..Flott!

Inga María, 14.7.2008 kl. 15:08

2 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Segðu!...

auðvitað er enginn staður jafn notalegur í öllu veðri og heiti potturinn í Grafarvogslaug.

Anna Þóra Jónsdóttir, 14.7.2008 kl. 19:54

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Frábært eins og venjulega! Hefur þú gefið út ljóðabók?

Edda Agnarsdóttir, 16.7.2008 kl. 11:19

4 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Nei...

mér hefur eiginlega aldrei fundist ég eiga nógu mörg né nógu góð ljóð til að þau eigi erindi í bók

Anna Þóra Jónsdóttir, 17.7.2008 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Þóra Jónsdóttir
Anna Þóra Jónsdóttir
Kattelsk kennslukvinna úr Greifavoginum.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband