Leita í fréttum mbl.is

Annríki í fríi

Ég hef alltaf svo mikið að gera í fríunum mínum að það verður oft lítið úr fríi.

Þannig er það og þannig hefur það eiginlega alltaf verið. Ég byrja nefnilega sístematískt að "geyma" ýmsar framkvæmdir nokkrum vikum fyrir frí og segi við sjálfa mig ,,Geri þetta bara í fríinu - þá hef ég svo góðan tíma." 

Þess vegna er ekkert tekið til í garðinum fyrr en ég fer í páskafrí, stórhreingerningin á baðinu er látin bíða, tiltekt í eldhússkápum frestað, safnað í stóran haug fyrir ferð í Sorpu, skýrslugerðir settar á hold svo fátt eitt sé nefnt. Síðan set ég upp mjög metnaðarfullt plan. Gleymist samt alltaf hjá mér að gera ráð fyrir öllum viðburðunum sem detta venjulega inn á þessa fáu frídaga. Viðburðir s.s. fermingar ættmenna, afmæli, matarboð og þess háttar.  Svo má ekki gleyma veðrinu sem á einhvern undarlegan hátt verður allt í einu svo gott að sundferðir færast efst á forgangslistann. Þá verða gönguferðir, bóklestur og morgunlúr, um svipað leyti mikilvægur hluti af lífstílnum.

Svo þegar fríið er búið þá hef ég af einhverjum undarlegum ástæðum ekki komist yfir nema hluta þeirra verkefna sem fyrir lágu, en ég er þó örlítið dekkri á hörund, örlítið útsofnari, örlítið mettari eftir páskamatinn, örlítið afslappaðri og kærulausari því hvað gerir það til þó þetta hafi ekki klárast í þessu fríi? Næsta frí er á næsta leyti ... og þá ætla ég sko að.........Cool

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorgerður Laufey Diðriksdóttir

njótu þess að vera úti

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 19.3.2008 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Þóra Jónsdóttir
Anna Þóra Jónsdóttir
Kattelsk kennslukvinna úr Greifavoginum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband