Leita í fréttum mbl.is

Mama-mía!

Fór með 11 ofurkvinnum á öllum aldri í bíó í kvöld......og það var svooo gaman. Langt síðan maður hefur heyrt fólk hlæja jafn innilega og taka jafn virkan þátt í bíósýningu. Myndin sem vakti slíka kátínu var gaman-söngmyndin Mama mia sem er gerð eftir feykivinsælum söngleik sem byggður var á meistarverkum hljómsveitarinnar ABBA. Ég hafði lesið dóm um myndina og þar var sagt að hún væri ágæt en stæði þó söngleiknum mun aftar. Það var þó ekki að merkja á áhorfendum sem skemmtu sér eins og áður sagði hið besta. Sérstaklega fannst mér Dancing Queen atriðið flott og greinilegt var að leikararnir höfðu mjög gaman af því sem þeir voru að gera. Mæli með þessari - algjör "feelgood-mynd".

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga María

Ég fór með elsta afleggjaranum mínum og hún varð að minna mig á í sífellu að ég væri ekki á tónleikum...hann 007 var yndilslega hallærislegur þegar hann hóf sönginn...en æði!

Inga María, 21.7.2008 kl. 08:41

2 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Það var bæði sungið og klappað á sýningunni sem ég fór á ...og mikið hlegið og Djeimsbond....það var kjánahrollsmóment - en samt svolítið hallærislega krúttlegt. Allavega það var augljóst að menn tóku sig ekki mjög alvarlega á þessari mynd.

Anna Þóra Jónsdóttir, 21.7.2008 kl. 13:12

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég pillaðist loksins á myndina, sem nota bene hefði átt að vera svona hópferð eins og hjá þér. Vinkonuhópurinn hefur sko andað, sofið, sungið, dansað og étið ABBA frá unga aldri. En hópaferð tókst ekki. Svo ég dreif mig með vinkonu úr öðrum hóp en ABBA vinkonuhópnum (er ég farin að þrugla?).

Ég get svo svarið það að ég náði ekki brosinu af smettinu á mér eftir myndina. Hún var fyndin, hugljúf, hallærisleg, kjánaleg, æðisleg..... kjánahrollsmómentin voru bara partur af stemningunni.

Jóna Á. Gísladóttir, 31.7.2008 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Þóra Jónsdóttir
Anna Þóra Jónsdóttir
Kattelsk kennslukvinna úr Greifavoginum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband