Leita í fréttum mbl.is

Er-maðurinn

Á tímum vols og væls er sjaldgjæft að lesa um jafn mikla þrautseigju og þrek og þessi rúmlega hálfrar aldar gamli maður sýndi í gær þegar hann synti yfir Ermasundið.

Flestir sundlaugargestir, sem finnst þeir nokk duglegir að synda 1000 metra í upphitaðri og lygnri sundlaug ættu að hugsa til þeirra aðstæðna sem þessi íslenski víkingur bjó við á leið sinni. Kuldi, sjávarstraumar, marglyttur, þang, myrkur, salt og 60 000 metra veglengd í ókyrrum sjó.

Það tók Benedikt Hjartarson 16 klukkutíma og eina mínútu að synda yfir Ermasundið - mér þætti nú bara erfitt að liggja í heita pottinum í þann tíma, hvað þá meira. Í mínum huga er maðurinn einn allra mesti afreksmaður ársins.

Til hamingju Benedikt með einstakt afrek !

 


mbl.is Sundið mikil þrekraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Þetta er þrautseigja það er ekki annað hægt að segja.  Maður sem gefst ekki upp. Hann var búinn að gera margar tilraunir.  Ég læt mér nægja heita pottinn í hálfa klukkustund.

Rósa Harðardóttir, 17.7.2008 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Þóra Jónsdóttir
Anna Þóra Jónsdóttir
Kattelsk kennslukvinna úr Greifavoginum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband