Leita í fréttum mbl.is

Gullkorn

Það er oft skemmtilegt að vera kennari. Reyndar finnst mér það eiginlega MJÖG oft skemmtilegt. Börn eru nefnilega oft skýr og skemmtileg og ótrúlegustu gullkorn sem hrjóta af vörum þeirra - bara alveg svona óvart.....

Kannski finnst ykkur þetta ekki eins fyndið og mér - en hér læt ég nokkur "korn" flakka.

Það er aldrei of varlega farið. Um daginn var aspassúpa hjá okkur í matinn og fannst flestum krökkunum hún mjög góð og borðuðu vel. En ég tók eftir því að ein lítil stóð mjög fljótlega upp frá borðinu og fór að ausa af fullum diskinum sínum í ruslafötuna. Ég spurði hana afhverju hún vær að hella niður súpunni sinni án þess að smakka hana. Hún svaraði að bragði: ,, Ég ætla sko ekki að fá asma af þessari Asmasúpu!".

Við erum nýfarin að læra ensku með formlegum hætti í 3. bekk. Í einum enskutímanum skrifuðum við niður ýmis ensk orð sem nemendur kunnu (án þess að hafa "lært" þau eitthvað sérstaklega). Ýmis flott orð komu fram m.a. orðið "boot-camp". Þau vildu fá að vita nákvæmlega hvað orðið þýddi svo ég sagði þeim að orðið boot merkti einskonar skór/stígvél og camp væru einskonar búðir/tjaldbúðir. Þá rétti einn snjall upp hönd og sagði: "Hey, þá hlýtur boot-camp að þýða SKÓBÚÐIR!

Í strætó á leið heim úr Hallgrímskirkju, kom einn snáðinn auga á annan strætisvagn fyrir aftan okkur. Hann horfði á merkinguna framan á vagninum í góða stund og sagði svo:,,S1 ...Þýðir það ekki að hann sé seinn?"

,,Ég held ég sé klaufdýr" sagði ein lítil í tíma um daginn um leið og hún dæsti. ,,Ég er svo mikill klaufi." 


 Svo er hér einn gamall og góður úr sex ára bekk.....talandi um að vilja fylgja fyrirmælum.

Í sex ára bekk höfðum við unnið í nokkurn tíma markvisst með það að "rétta upp hönd" þegar einhver vill tala eða vantar aðstoð. Þetta hafði gengið nokkuð vel og flestir orðnir nokkuð færir í handauppréttingu en þó kannski enginn eins og snáðinn sem vaknaði einn morguninn frekar fúll og sagði við mömmu sína: ,,Mamma, ég er búinn að rétta upp hönd í alla nótt og þú komst aldrei og hjálpaðir mér .............og svo er mér orðið dauðillt í höndinni."

Þegar mamman spurði "áhyggjufull" á svip hvað það hefði verið sem hann þurfti svona brýna hjálp við sagðist hann löngu vera búinn að gleyma því ,,-hann hefði þurft að bíða svo lengi."´

(Sé hann alveg fyrir mér, liggjandi í rúminu með höndina lóðrétta upp í loftiðLoL)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Frábært Anna Þóra, ég hef oft hugsað um að fá mér Gullkornabók sem ég hef við höndina og skrái niður þessi gullkorn.  Eitt af því sem ég á eftir að koma í verki. Þetta er ekki leiðinlegt.

Rósa Harðardóttir, 31.3.2008 kl. 18:29

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

hæ hó ,.........hvar finn ég mynd af þér........man alveg eftir þér alltaf brosandi

Einar Bragi Bragason., 1.4.2008 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Þóra Jónsdóttir
Anna Þóra Jónsdóttir
Kattelsk kennslukvinna úr Greifavoginum.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband