Leita í fréttum mbl.is

Af hverju að mæta í skólann...

 .....þegar maður getur borðað nestið sitt heima!

Rósa Harðardóttir kennari veltir þeirri spurningu fyrir sér á síðunni sinni rosa.blog.is, hvað það sé eiginlega sem fái kennara til að mæta á hverjum morgni til vinnu, jafnvel brosandi. Þetta er mjög umhugsunarverð spurning og ég get auðvitað bara svarað fyrir sjálfa mig. Það er fólkið sem ég vinn með, bæði nemendur mínir og samstarfsfólk. Ég tel ekkert starf jafnast að mikilvægi við kennarastarfið. Það að móta framtíð þjóðarinnar, hlýtur að vera samfélagslega þenkjandi einstaklingum krefjandi ákorun og gera kennarastarfið um leið eftirsóknarvert. Þrátt fyrir umtöluð skammarlaun. Ég mæti hvern dag inn í stofu til nemenda minna með ný verkefni sem ég vonast til að kveiki áhuga þeirra, þjálfi upp færni þeirra og virki sköpunarkraft þann sem í þeim býr. Suma daga tekst vel til, aðra síður. En maður getur ekki gefist upp.....það má ekki , því eins og Júlía Andrews söng svo fagurlega um í Sound of Music hér um árið "Nothing comes from nothing".

Skóli er samfélag, samfélag þar sem hver lærir af öðrum. Fyrir nokkrum árum orti ég ljóð fyrir bekkinn minn sem sýnir kennski betur hvað ég er að meina.

Endurminning kennarans

Ég man
tannlaus brosin
tindrandi augun
og tíumilljón spurningar.


Ég man
hlýjar barnshendur
húfuklædd höfuð
og hjartanlegan hlátur.


Ég man
barnslegu einlægnina
blikandi stoltið
og bekkjarkvöldin.


Ég man
sex ára svipinn
sjö ára flissið
og skólatöskur í gúmmístígvélum.


Ég man
krummafót
kríuegg
og kátustu krakkana.

Ég man
að ég ætlaði
að kenna ykkur
svo margt.


Hvað, man ég ekki lengur.
Það eina
sem ég man
er það sem þið
kennduð mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Velkomin Anna Þóra. Ég veit líka hvað það er sem fær mig fram úr á hverjum degi.  Ekki eru það launin en á þeim þarf ég þó að lifa. Ég er líka nokkuð viss um að þú hugsir um það á hverjum degi hvernig þú getir kveikt áhuga nemenda á nýju námsefni eða endurvakið áhugann á því gamla en því miður eru ekki allir kennarar að hugsa um það. En við erum enn að og eitthvað er það....

Rósa Harðardóttir, 18.2.2008 kl. 21:56

2 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Takk fyrir að kommenta hjá mér  

Já, Rósa það mættu sko fleiri kennarar vera eins og þú.... og hér tala ég af reynslu sem foreldri barns sem var í bekk hjá þér. Meðan kennarar eins og þú eru enn að, þá er enn von.

Anna Þóra Jónsdóttir, 18.2.2008 kl. 22:11

3 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Takk, ef ég hef efast eftir erfiðan dag þá stappar þetta í mig stálinu.

Rósa Harðardóttir, 19.2.2008 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Þóra Jónsdóttir
Anna Þóra Jónsdóttir
Kattelsk kennslukvinna úr Greifavoginum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband